27.3.07

nölli
Ég sakna Árnagarðs og ég sakna þess að vera í íslenskunáminu. Þessi söknuður kemur helst fram þegar ég er í þessum blessuðu sálfræðitímum. Í frímínútum dagsins í dag sat ég í Odda og horfði dreymin yfir á Árnagarð og ákvað þá að vera doldið flippuð. Það vildi nefnilega svo til að fyrir nokkrum dögum fékk ég til baka ritgerð í skólanum og það var bara búið að krota pínu ponsu í hana. Nokkur þessara krota áttu fullan rétt á sér en hin voru fyndin. "Kennarinn" sem fór yfir ritgerðina ákvað að búa til nokkrar málfarsvillur. Hún krotaði yfir fullkomlega rétt skrifuð orð og endurskrifaði þau vitlaust og breytti orðaröð á þann veg sem henni hugðist betur. Hún hefði betur lagt upp í þessa för með orðabók sér við hönd.
Flipp dagsins var sem sagt það að ég klagaði í kennarann. Hvað get ég sagt. Mér leiddist.

6 ummæli:

heidi sagði...

HAHAHAHAHAHAHHAHAHA

eins gott að það komi ekki spúandi dreki inn til þín einn daginn og biðji þig um áfyllingu á kók! ÞÁ FYRST færu hjólin að rúlla!

Heiða sagði...

Hvaða kennari var þetta eiginlega? Meiri aulinn ;)

heidi sagði...

hahaha! æji þú veist.. þegar sumir dagar geta verið svona jing jang normal og ekkert að ske.. þá gerist það bara einn daginn að allt fer til fjandans..

þá verðurðu bara VÚPDÍDEMDÚ!

æji, veit ekki hvort það sé hægt að útskýra.. kannski bara spes mind of mine..

Addý Guðjóns sagði...

Ég er sammála, ég sakna íslenskunámsins oft! Líka Árnagarðs.

Nafnlaus sagði...

...ég sakna kannski ekki námsins...en frímínútanna, vísindaferðanna, Árnagarðs já og félaganna...I love you guys :) ...svo að sjálfsögðu húsbóndans í Árnagarði...Árna.

Nafnlaus sagði...

já, við þurfum að fara að rifja upp vísindaferðastemmninguna!