31.3.07

lýðræði
Ég er Hafnfirðingur og ég er búin að kjósa. Það er ekkert leyndarmál að ég er andvíg stækkun álversins í Straumsvík og kaus samkvæmt því. Það þýðir ekki að ég sé á móti álverinu í þeirri mynd sem það er í dag, eins og umræðan virðist vera komin út í í hinum hýra u know what. Ef maður er andvígur þá er maður á móti öllu. Ég man ekki eftir því áður en þetta havarí fór af stað að mér (eða nokkrum) hafi komið til hugar að atvinnustarfsemi (og flest önnur starfsemi) í Hafnarfirði stæði og félli með því hvort álverið væri hér eða ekki og hvað það væri stórt... Það sem helst stóð upp úr hjá mér þegar ég stóð með kjöseðilinn í höndunum núna rétt fyrir klukkan sjö í kvöld var að mér leið eins og kjána. Það var eitthvað við þetta sem var ekki eins og það á að vera. Lýðræði getur stundum verið skrítið. Er eðlilegt að íbúar bæjarfélags axli þá ábyrgð að kjósa um svona mál? Svo ekki sé minnst á það hvort eðlilegt sé að alþjóðlegt stórfyritæki hóti bæjarfélaginu öllu illu ef það fær ekki það sem það vill?!
amen

2 ummæli:

bryndis sagði...

ég er fegin að hafa misst af allri þessari blessaðri álversumræðu :) love you :)

heidi sagði...

þetta er búin að vera ein allsherjar vitleysa ef ég á að segja eins og er, samt sem áður fór sem fór og er ég alveg fáránlega sátt með það..

gaman samt að því að allir sem kusu með, eru núna tuðandi í hverju horni bæjarins hvað það er nú fáránlegt að bæjarstjórnin skuli ekki bara hafa getað tekið þessa ákvörðun fyrir bæjarbúa og sleppt þessari helv. kosningu. Samt sem áður efast ég um að hljóðið í þeim væri svona hefði þetta fallið þeirra megin, fólk nennir víst eeeeeeeeeeeeeeeeendalaust að röfla...

því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu!