4.4.07

ordning og reda
Ég á eina ágæta vinkonu sem er mikið fyrir skipulag. Þannig hefur hún (held ég) bara alltaf verið. Hún merkir til dæmis allt samviskusamlega í dagbók og gerir to do lista og strikar jafnóðum út þau verk sem hún lýkur. Ég hef alltaf dáðst að svona vel skipulögðu fólki því ég á það til að vera dálítill trassi. Þess vegna hef ég margoft prófað að nota svona dagbækur en einhvern veginn hafa þær verið nokkuð vel út fylltar fyrstu dagana en síðan bara tómar. En núna ákvað ég að reyna við svona to do lista. Ég settist niður og fór að hugsa. Jú, það var nú slatti sem kom upp í hugann, - aðallega í sambandi við bókasafnsbækur sem eru komnar á tíma, en það var líka slatti sem ég velti fyrir mér hvort ætti heima á svona lista. Eins og til dæmis “missa 10 kíló”... Þá endist listinn mér sko að eilífu! Síðan fór ég eiginlega bara í algjör panik þegar ég var búinn að skrifa allt niður. Hvenær á ég að hafa tíma til að læra?! Úff, veit ekki hvort þetta virkar fyrir mig.

6 ummæli:

heidi sagði...

æji, ertu að tala um mig?

bryndis sagði...

what.. heiðdís.. ert þú allt í einu orðin svakalega skipulögð manneskja :) hmmm...

Katrin sagði...

hehe :)

she sagði...

hmmmm ;) ehe

Nafnlaus sagði...

Held að það sé hollt að vera nett skipulagslaus... Hitt getur alla vega alveg farið út í öfga...
Jæja bíðum bara eftir sólinni og skellum okkur í ölið...eða hvað?

Nafnlaus sagði...

fariði bara til köben.. það er 22 stiga hiti hér ::)