Heil og sæl
Ég var að skila leiðindarverkefni í skólanum og sprangaði svo hér um háskólasvæðið eins og alvöru nemanda sæmir og fór svo að hanga í tölvunni. Þetta er að verða svona einusinniímánuði blogg, en það er bara í lagi. Spurning hvort ég komist upp með það núna þegar ástkær systir mín (ein af tveimur sko..) er farin út fyrir landsteinana og ætlar að vera þar í doldinn tíma. Þá þarf maður kannski að fara að blogga í kapp við hana... Annars fórum við Kiddi í langþráða kósíferð til Köben um daginn og höfðum það megas. Það var skítakalt en maður lét sig nú hafa það :Þ Fékk sér bara meiri bjór í staðinn til að bæta fyrir kuldann. Það er nú aðeins farið að hlýna hérna heima, vonum að það haldist! Svo munar öllu um birtuna, maður er barasta farinn að sjá skítinn heima hjá sér! Jæja, verði ykkur að þessu belgogbiðu einusinniímánuði bloggi mínu, heilinn minn er þurrausin eftir að hafa gert tölfræðiskýrslu og biður að heilsa að sinni.
E.s. Næst prófa ég svo kannski að skrifa allan textann án þess að gera punkt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli