25.1.07

Fyrsta deit
Brynhildur fór á fyrsta 'alvöru' deitið sitt um daginn. Það var ekki laust við að það væri smá stress í minni svona rétt áður en herrann settist til borðs (sbr. frosið bros)...

Það lagaðist svo allt þegar borðhaldið hófst og turtildúfurnar snæddu kvöldverð og ræddu heimsmálin á rólegum nótum...

Mér fannst reyndar ekki mjög viðeigandi af borðherranum að mæta á náttfötunum, en þau verða bara að eiga það við sig. Eftir matinn var svo bara eins og venjulega farið í að rústa herberginu og leika sér með allt dótið í einu (ath sérstaklega þetta hvíta og bláa, þetta er tjald sem búið er að hoppa ofan á)...


5 ummæli:

Tinna Eiríks sagði...

Ohhh.... þau fullorðnast svo hratt. Skilaðu því til uppáhaldsfrænku að hún var rugl sæt á stefnumótinu :)

Addý Guðjóns sagði...

Vá, hvað ég væri til í deit þar sem maður fengi að rústa íbúðinni og hoppa á húsgögnum! Það væri án efa stuð!
Góða skemmtun á mánudaginn.

Heiða sagði...

Aron varð pínu abbó þegar hann sá þessar myndir. Hann heimtaði deit as soon as possible! ;)

Nafnlaus sagði...

hmmm, við erum nú alveg til viðræðu um það. þar sem hann er eldri og þroskaðri en þessi á myndunum og gangur kannski betur um gæti hann átt möguleika....

Nafnlaus sagði...

róleg að vera eikkað að dissa badda þó hann sé small!!..
djók
en vá hvað þau eru sæt :) enda er gaurinn skildur mér og hún skild þér.. þannig það er svo sem ekkert skrítið :P

en já... gott blogg hjá þér svona btw