Neysla örvandi efna í háskólum landsins
Ég held að maður komist ekki hjá því þegar maður er í skóla að vera undir áhrifum frá þeim verkefnum sem einoka hausinn hverju sinni. Síðasta verkefni mitt fjallaði um koffínfíkn. Í morgun sat ég tíma í allt öðru fagi en því sem fjallaði um koffínfíknina og fór þá að spögulera....
Þegar tíminn var tæplega hálfnaður sagði kennarinn okkur að standa upp úr sætum okkar og ná okkur í kaffi þar sem honum fannst stemmningin dræm og andrúmsloftið í stofunni ekki hentugt til kennslu. Ég hugsaði með mér að mig langaði nú barasta ekkert í kaffi og sat sem fastast. 5 mínútum seinna stóð ég upp og náði mér í kaffi. Það höfðu líka flestir hinna nemendanna gert. Eftir á fannst mér eitthvað svo óviðeigandi að kennarinn væri að reka okkur af stað að ná okkur í örvandi efni............ Ég ætla nú samt ekkert að ganga svo langt að kalla elskulegu konurnar á kaffistofunni sölumenn dauðans :Þ
1 ummæli:
hæ sæta.. er að vafra aðeins.. nýta það meðan ég get :) allt gott að frétta héðan, bara stuð og stemming!! sjáumst þegar þu kemur að djamma í köben :)
Skrifa ummæli