11.5.06

Setuverkfall
Vegna ótæpilegrar hækkunar á bensínverði ákvað bíllinn minn elskulegur að fara í setuverkfall í gær. Hann lokaði barasta svissinum þannig að familían komst hvorki lönd né strönd. Ég skil sjónarmið hans fullvel og er sammála þeim en svona gerir maður samt ekki! Við vorum ekki lengi að redda okkur lánsbíl, þökk sé móður minni sem er augljóslega elskulegri en fyrrnefndur bíll. Eftir bölv, ragn, hártoganir og óendanlegar vangaveltur um úrræði höfðum við komist að niðurstöðu um samninga sem þó hefðu farið fram úr fjárlagaheimildum. Við vorum síðan svo heppin að áður en samningarnir höfðu borist til 'eyrna' bílsins hafði hann gefist upp. Að eigin sögn "...vegna þess að verðbólguvísitala bílrekstaraverðs á mörkuðum Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna virðist vera að nálgast lygnan sjó...." Ekki er vitað hvort nokkuð sé að marka svör bílsins, en hann kom eigendum sínum verulega á óvart með þessum tilsvörum. Þess má geta að hann var hinn ljúfasti þegar fjölskyldan lagði af stað til vinnu í morgun.

1 ummæli:

Addý Guðjóns sagði...

Tinn bíll er greinilega mun gáfadari en minn...