30.4.06

bloggheimsparanoja?
Fáið þið áhyggjur af vinum ykkar ef þeir eru ekki búnir að blogga lengi? Ég fer bloggrúnt reglulega og ef e-r sem er vanur að vera duglegur að blogga er ekki búinn að blogga lengi án þess að láta mig vita hvers vegna fæ ég áhyggjur. Er ég kannski haldin einhvers konar bloggheimsparanoju?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já fyndið. Þú ert ekki ein um þetta. Ein vinkona mín bloggar vanalega daglega og stundum oft á dag. Um daginn liðu held ég 5 dagar á milli blogga, ég hafði verulegar áhyggjur af stúlkunni og sjálf var ég í miklu fráhvarfi sem lagaðist ekki fyrr en hún bloggaði loksins og baðst afsökunar á letinni í sér. Hún var þá heil á húfi eftir allt. Hjúkk.

Katrin sagði...

Já kannast við þetta... maður kíkir alveg oft á dag á sömu síðuna til að athuga hvort það sé ekki örugglega búið að blogga eitthvað ;)