14.5.06

pissing in the wind...
Að taka til í barnaherbergi er eins nálægt því og maður kemst að pissa upp í vindinn! Sérstaklega ef barnið er viðstatt. Held bara að ég verði að sæta færis þegar hún er farin að sofa og moka öllu út. Ef ég næ svo að skúra gólfið er takmarkinu náð. Gólf í barnaherbergjum eru nefnilega alveg ótrúlega fljót að verða klístruð.
Kiddi er að möndla einhverja myndasíðu hér. Hún er ekki alveg tilbúin held ég, a.m.k. eru myndirnar frá ýmsum tímum og albúmin skírð skrýtnum nöfnum... Það nýjasta er samt 'úti með tuma', allt hitt er gamalt.

6 ummæli:

Addý Guðjóns sagði...

Ég thekki thetta, sendi bara allt lidid út, thar med talinn húsbóndann á heimilinu, á medan ég skvera heimilid. Thad er thó ekki thar med sagt ad allt sé hreint og fínt kortéri eftir ad hersingin er komin inn fyrir dyrnar!

Tinna Eiríks sagði...

Ú geggjað flott nýja lúkkið á síðunni :) En trúi vel að það sé erfitt að þrífa með uppáhaldsfrænku mína í herberginu, reyndi einu sinni að brjóta þvott og leyfði henni að hjálpa mér þegar hún var í pössun hjá okkur. Ja... það tókst ekki.

Nafnlaus sagði...

hei, vá ég á svo ógeðslega mikið af myndum af henni, má ég fá að gefa ykkur þær á síðuna! plís plís plíííís

Nafnlaus sagði...

af henni líka og tuma þarna göngutúrnum..

Nafnlaus sagði...

já, láttu þær koma

Katrin sagði...

Vá Brynhildur ekkert smá vön úti að labba með hund! Krúttlegar myndir :)