17.5.06


janosch


Hver man ekki eftir Sögustund með Janusi? Ég verð nú að viðurkenna að ég kunni ekki að meta þessa teiknimynd á sínum tíma og fannst fátt leiðinlegra en þegar þunglamalegi bangsinn gekk inn í myndina (mjööög hægt), dró niður tjald og tilkynnti önuglega að nú hæfist Sögustund með Janusi. Ekki nógu mikið aksjón fyrir mig eða e-ð. Ég man sérstaklega eftir nafninu á einni sögunni, Ferðin til Panama. Ég man ekkert um hvað hún var en ég tengi hana e-ð við banana... veit ekki hvers vegna. Þarf að rifja þetta upp. Eins og mér fannst þetta leiðinlegt í denn er eitthvað sem heillar mig við þetta í dag. Kannski það séu krúttulegu teikningarnar og persónurnar sem eru í sögunum?

Ástæðan fyrir því að ég fór að pæla í þessu er 'suðið' í dóttur minni þegar við förum út í búð að versla. Hún suðar um allt og ekkert úti í búð og það nýjasta er að suða um suð, eða snuð eins og þau heita á 'fullorðismáli'. Þar sem suðin hennar eru alltaf að 'týnast' keypti ég ný í gær og þau reyndust vera með myndum af okkar ástkæra Janusi og félögum. Þar hafið þið það. Líður ykkur ekki betur......?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú líðue miklu betur :) ...eru þetta þá ekki svolítið gamaldags snuð? ...þættirnir löngu úreltir :) ..hehehe

Addý Guðjóns sagði...

Ég man líka vel eftir nafninu Ferðin til Panama. Tengdi það einmitt líka við banana, enda fátt annað hægt. Ég held þó að ég hafi verið komin yfir teiknimyndaaldurinn þegar þættirnir voru sýndir, en litlu systkinin horfðu oft á þetta og ég stalst til að horfa með.