huit
Síðasta færsla vakti greinilega ekki mikinn fögnuð lesenda. Greinilega ekki stemmning fyrir myndum úr fjölskyldufríum. Kannski er þetta bara öfund, maður spyr sig. Stuttri vinnuviku að ljúka hjá mér og við tekur langþráð páskafrí í faðmi fjölskyldunnar. Ég var rétt í þessu að ljúka við að kreista úr mér leifar af menntaskólafrönsku og nú man ég hvers vegna ég valdi mér þetta mál. Þetta var bara nokkuð gaman, kom á óvart. Mér tókst þó að blanda smá þýsku við, skrítið því ég lærði aldrei þýsku... six, sept, acht, neuf.... lúði ég. En ég bætti úr þessu með merci beaucoup et bon week-end. Ég var nú heldur ekkert í vandræðum með víetnömskuna hérna á mánudaginn! Já, við búum í fjölmenningarlegu samfélagi þannig að það er eins gott að vera undir það búinn.
bon Pâques
12.4.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hehe mér fannst síðasta færsla mjög fyndin enda South park aðdáandi :) Brynhildur sætasti Southparkinn... Gleðilega páska kæra fjölskylda! Kveðja úr sveitinni...
Þú ert flottust!
Gleðilega páska öll sömul.
Glad pask :o) fra solinni a Moltu
kvedja
Sigrun
Skrifa ummæli