26.4.06

jiiiiii dúdda mía
Maður lætur auðvitað ekkert í sér heyra nema vera búinn að skandalisera aðeins.... Var að koma úr mat áðan með kaffi í plastmáli. Átti sem betur fer ekki mikið eftir og það var orðið volgt því ég hrasaði aaaaaðeins. Var að stíga síðasta þrepið og við mér blasti setustofa sjúklinga á matartíma og já, ég datt fram fyrir mig. Um leið og ég hrasaði var ég að fá mér sopa úr bollanum. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þetta leit út. Við getum orðað það þannig að fötin sluppu en ekki andlitið og hárið. Erfitt að 'halda andliti' í þannig aðstæðum...... Ég kem þá kannski álíka til fara heim úr vinnunni í dag og þessi þegar hún kemur frá dagmömmunni:

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bwahahaha...vildi ég hefði verið þarna - oh. Brynhildur er algjör sjarmi. Hittingur fljótlega...já takk. p.s. ég fer að venja komur mínar í Hafnarfjörðinn daglega er haustar... :)

Nafnlaus sagði...

ojjj... lekkert að hárið á manni angi eins og kaffi allan daginn..

soldið svona bridget bragð af þessu..

Nafnlaus sagði...

haha já kannski. sérstaklega þegar ein hjúkkan sagði við mig: 'það er svona með okkur ljóskurnar, getum bara gert eitt í einu.....'

Nafnlaus sagði...

Soldið neyðarlegt :) en þú hefur ekki bloggað um söguna í Ikea,, það var nú ekki fyndið, bara vont :) (varst það ekki þú annars)!

Nafnlaus sagði...

hahaahahaha, hélt fyrst þú væri að rugla en hvernig geeet ég gleymt ikea-sögunni með þetta líka ljóta ör á hnénu.......

Addý Guðjóns sagði...

Tad er um ad gera ad detta almennilega. Gera tetta svolítid "sjarmerandi". Hehehe..
bid ad heilsa á klakann.