28.11.05

Leirdúfur og ljósasjóv
Fór um þarsíðustu helgi í óvissuferð með vinnunni hans Kidda. Skemmtum okkur konunglega með riffilinn í annarri og stígvélið í hinni... Ég komst að því að ég er betri í stígvélakasti en leirdúfuhittingum! Enduðum svo á jólahlaðborði á Rauða húsinu á Eyrabakka þar sem hinn eini sanni Nínu-Eyvi spilaði á gítarinn og söng á meðan við mötuðumst. Kiddi átti líka góða spretti á tabórínunni :o)
Helgin sem var rétt í þessu að líða fór nú að mestu í góðar fjölskyldustundir. Settum upp aðventuljósin og fórum að sjá jólasveina. Það var nú alveg magnað þegar Brynhildur sá jólasveinana í fyrsta sinn! Nú gæti ég alveg farið að verða væmin, þetta er nú hátíð barnanna sem er að ganga í garð og fyrstu jólin sem Brynhildur hefur pínu ponsu vit á öllu saman. Æ, þetta er ljúft. Hún hefur einstaklega gaman af ljósunum og kyssir jólasveinana sem amma hennar hefur komið fyrir í gluggunum sínum í bak og fyrir.
Annars erum við enn með íbúðina okkar á sölu og vorum einmitt með opið hús í gær. Það góða við að vera með á sölu er hvað maður er viljugur að þrífa! Það er alltaf svooooo fínt hjá okkur. Það er varla að ég tími að fara heim í dag. Það er a.m.k. bannað að borða, leika, nota baðherbergið, skipta um föt o.s.frv......... Lítill fugl hvíslaði því að mér að eitthvað gæti hugsanlega farið að gerast í þessum málum hjá okkur en hann segir þó bara no comment að svo stöddu.

3 ummæli:

Heiða sagði...

Ohh þessi kríli eru svo yndisleg, Aron var alveg himinlifandi þegar við fórum með hann í Blómaval að skoða jólalandið! Svo kyssir hann alltaf fuglana á aðventukransinum sem ég bjó til :D haha krútt

Spennó með íbúðina ykkar.. ;)

she sagði...

Ég sendi "gangi--ykkur--vel--að--selja--íbúðina" strauma... :)

Nafnlaus sagði...

takka fyrir