16.11.05

Palli var einn í heiminum
Það er svona pínu pallivareinníheiminum tilfinning í gangi hjá mér núna. Klukkan er rétt skriðin yfir átta og þegar ég fór að heiman var fólkið mitt sofandi (gerist aldrei) og þegar ég mætti í vinnuna var enginn mættur (gerist aldrei...). Ég var farin að velta því fyrir mér hvort ég væri orðin e-ð rugluð þegar samstarfskona mín mætti á svæðið rétt í þessu.
Mig heldur áfram að dreyma og dreyma og sef því eins og engill. Miðað við ædol draumana held ég að ég sé nú ekki berdreymin þótt ég hefði viljað óska þess í nótt þegar mig dreymdi að íbúðin mín væri að seljast... Ég er nú samt ekkert farin að örvænta neitt ;o)
Ég veit ekki hvort það eru margir úr gamla N-inu í Kvennó sem lesa þetta blogg en ég er með merkilegar fréttir. Ég hef fundið nýjasta spámann Binnutrúar í mínum eigin húsum. Það hlaut að vera ástæða fyrir því að Brynhildur mín heitir Brynhildur. Ég fékk staðfestingu á þessu í fyrrakvöld: hún dansaði JÓNKADANSINN!! Án þess að nokkur kenndi henni hann...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hann birtist henni kannski í draumum... hver veit?

Katrin sagði...

hún nottla getur ekki verið partur af klíkunni nema kunna jónkadansinn hehehe :) þ.a. ég segi nú bara "velkomin í hópinn Brynhildur Eva" ;)