31.10.05

Gamall örbylgjuofn

Stundum verð ég vör við ýmsar nýjungar (góðar eða slæmar...) í daglegu máli og í fjölmiðlum. Eitt sem ég hef heyrt og séð alveg ótrúlega mikið af upp á síðkastið er notkun á sögninni taka sem mér finnst eitthvað óviðeigandi. Farið er að nota sögnina við hin ýmsu tækifæri: ,,Taktu þér bíl í Brimborg!”, hljómar eins og maður skjótist bara í Brimborg og hirði bíl og borgi ekkert fyrir... ,,Taktu áskrift af .....”, kannski er ég bara gleymin en mér finnst eins og ég hafi ekki heyrt þetta áður... ,,Taktu tónlist, diskur mánaðarins” geisladiskar á kassanum í 10/11 – ég hélt svei mér þá næstum að eintak fylgdi með ef ég verslaði eitthvað! Hvað ætli þetta sé? Mér finnst eitthvað bogið við þetta. Þetta eru a.m.k. ekki þessi hefðbundnu ensku áhrif eins og þegar sama sögn er notuð í orðasamböndum eins og ,,taka sturtu/bað”, ,,taka pásu” og ,,taka mat (þ.e. matarhlé)”.

Ég veit að ég er nörd, meganörd en þetta eru hlutir sem ég velti fyrir mér þegar það tekur mig allt of langan tíma að keyra í vinnuna til dæmis ;o)

*

Steinanuddið um daginn var hreinasti unaður og ég mæli með því fyrir hvern þann sem vill upplifa fullkomna vellíðan. Svo var auðvitað ekki slæmt að slappa af í baðstofunni í Laugum eftir á og taka því bara rólega. Við borðuðum svo á Maru, æðislegan mat. Ég smakkaði sushi í fyrsta sinn og ég er smituð! Þetta er snilldar matur sem maður ætti að borða oft, oft, oft! Var ég búin að segja að steinanuddið var geeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeðveeeeeeeikt?! Úúúffffffffffffff.........

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neibb ég hef ekki tekið eftir þessu taka-æði...þetta hlýtur að vera eitthvað nýtt...greinilega verðugt verkefni fyrir okkur íslenskufræðinga þessa lands að uppræta þessa vitleysu :) Bið að heilsa!

Katrin sagði...

ummmmm.... segi það enn og aftur, sushi er æði!! :)

Heiða sagði...

VERÐ að prófa steinanudd!! Svo lýst mér vel á Sushi, hef aldrei prófað en held það sé kominn tími til ;)