Huga þarf að ýmsu þegar uppeldi barna er annars vegar. Það sem áður fyrr var "einfalt" mál hefur nú verið gert afar flókið og jafnvel þykir nauðsynlegt að fara eftir ákveðinni stefnu eða fræðum, sbr. leikskólarnir. Sem er auðvitað bara gott mál, enda eru þeir í dag viðurkenndir sem fyrsta skólastig (sem btw ég hoppaði yfir á mínum æskuárum og missti þar með úr þroskastig..). Ég komst til dæmis að því í gær að samkvæmt ákveðinni leikskólastefnu er dóttir mín í slæmum málum. Hún þekkir nánast engar stelpur, það eiga allir vinir okkar stráka og hún er eina stelpan hjá dagmömmunni. Samkvæmt fræðum stefnunnar verður hún undir í þessu karlasamfélagi og þorir ekki að leika sér nema strákarnir séu ekki... (flestir segja samt: vá, er hún ekki prinsessan?! stjórnar hún ekki strákunum með harðri hendi?!) Tíminn verður víst að leiða í ljós hvort barnið sleppur óskemmt frá þessu.
Til þess að dóttir mín hljóti nú einhver tækifæri í lífinu þá ákváðum við foreldrarnir að taka til okkar ráða og fórum með hana í tónlistartíma. Þar voru líka bara strákar. Þeir léku sér að hljóðfærum á meðan hún reyndi að taka til eftir þá. Ég veit ekki hvort við förum aftur í tónlistina eða bíðum bara eftir að sjá balletnámskeið auglýst......
Til þess að dóttir mín hljóti nú einhver tækifæri í lífinu þá ákváðum við foreldrarnir að taka til okkar ráða og fórum með hana í tónlistartíma. Þar voru líka bara strákar. Þeir léku sér að hljóðfærum á meðan hún reyndi að taka til eftir þá. Ég veit ekki hvort við förum aftur í tónlistina eða bíðum bara eftir að sjá balletnámskeið auglýst......
*
Á laugardaginn er dekurdagur hjá okkur vinkonunum. Þá förum við í Laugar og látum dekra við okkur á ýmsa vegu og förum síðan í baðstofuna á eftir. Um kvöldið ætlum við svo út að borða og hafa það huggulegt fram eftir kvöldi. Við ákváðum að gefa okkur þetta í 25 ára afmælisgjöf, 1 stk dekurdagur og glamúrkvöld á mann ;o). Læt ykkur vita hvernig steinanuddið var.
ses
ses
2 ummæli:
ooooooooooo æði pæði, njótiði vel :O)
Umm... væri meira en til í svona dag!
Njótið hans veeeeel...
Skrifa ummæli