8.9.05

Maður gerir nú ekkert of oft vel við sig en í gær skelltum við skötuhjúin okkur ásamt góðum hópi af fólki, út að borða og í leikhús. Borðuðum á Café Oliver og fórum svo að sjá sýningu sem heitir Dauði og jarðarber. Maturinn var mjög góður og sýningin frábær. Mæli með henni, það er reyndar bara ein sýning eftir - á föstudaginn.
*
Mismæli geta verið fyndin og skemmtileg. Sérstaklega ef þau verða við óheppilegar aðstæður... Ég á orðið ágætis safn af fræknum mismælum eftir sjálfa mig. Eitt það "besta" var þegar míns stóð í pontu fyrir framan ókunnuga (háskólaprófessora aðallega) að halda fyrirlestur og byrjaði á því að tala um fullnægingu í staðin fyrir fullyrðingu! Þau nýjustu eru svo bæklingalæknir (einhver sem læknar bæklinga?..) í staðin fyrir bæklunarlæknir og vitleysingar í staðin fyrir upplýsingar........ Þurfti sko að fara að safna að mér meiri vitleysingum um málið... hmmm! Svo fannst minni líka voða fyndið þegar nýbakaði faðirinn tilkynnti vini sínum í símann að litla fjölskyldan væri stödd á sængurveradeildinni þegar míns lá sængurlegu á sængurkvennadeild :o)
Anyways, ef þið munið eftir fleiri skondnum mismælum skellið þeim þá í komment ef þið nennið.

4 ummæli:

Heiða sagði...

HAHAHAHA sé þig fyrir mér segja fullnæging fyrir framan prófessorana :-D Ég myndi roðna niðrí tær! Annars sagði bróðir minn stundum Flúðusykur í stað Þrúgusykurs.. og vinkona systur minni sagði þokumælt í staðinn fyrir þvoglumælt.. Þegar ég var lítil bað ég alltaf um sigurjón í staðinn fyrir hrísgrjón.. en ekkert svona fyndið sko ;)

Nafnlaus sagði...

Það var ekkert smá fyndið þegar þú skaust út orðinu bæklingalæknir í staðinn fyrir bæklunarlæknir :) haha:) soldið mikið fyndið..
Ester var það ekki íslenska sem þú útskrifaðist úr í fyrra :)

Nafnlaus sagði...

hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm......

Nafnlaus sagði...

Hihi þessi fullnæging(þ.e. setningin sem þú laumaðir út úr þér) var sko óendanlega fyndin algjör ísbrjótur. ég man eftir vinkonu sem notaði látlaus í staðinn fyrir hlutlaus. Annars er apótek og bakarí klassískur ruglingur. Hví veit ég ekki