15.9.05

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring.................
Ég er ekki viss um að þeir sem lesa þessa síðu hafi heyrt ræðuna þar sem fjallað var um hringlaga tíma kvenna vs. línulaga tíma karla.... Þessi ræða var flutt á ákveðinni árshátíð og vakti vægast sagt mikinn hlátur viðstaddra. Eins og er man míns ekki fynda partinn en ræðan fjallaði um hvernig tími kvenna væri hringlaga, sbr. tíðahringurinn og þannig...... Æ þetta var svona eitt af þessum jú had tú bí ðer mómentum. Anyways, þá hef ég verið að pæla í þessu síðustu daga þar sem þolinmæði mín gagnvart öllu í kringum mig minnkar í réttu hlutfalli við nálgun þess mánaðarlega. En það sem ég hef líka tekið eftir og stúderað síðustu mánuði er hegðun Brynhildar.... Hún virðist breytast á sama hátt, samt er hún langt frá því að vera að komast á unglingsaldur! Hmmmm..... Ætli þetta sé bara í okkur konum og eftir því sem við eldumst lærum við bara að kenna e-u um til þess að hafa afsökun? Er þetta kannski bara tunglgangurinn sem allar konur tifa eftir?
*
Ball í Kapla á laugardaginn, þetta var nú meira rugl bloggið og ég er rokin að horfa á House...


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I really like your blog and will come back often.

We have a interlectual friend site called pappaheilar.com and would very much like you to browse it and see what we have to say about how to be smart and be good friends.

Thanks, and keep up the great blogging!