.:update:.
Kíkti aðeins á djammið á laugardaginn, það var fyndið.....
Kíkti í heimsókn til Silju í gær, hitti Mí og borðaði bláberjaköku og kræsingar, það var gaman :o)
Silja er að fara til Króatíu - góða ferð!
Brynhildur er hjá dagmömmunni, það gengur vel.
Ég er í vinnunni, sem er fínt...
Gaf Kidda nýjan síma í gær, vona að hann geti notað hann.....
Ég var 20 mín á leiðinni bara frá Hafnarfirði í Garðabæ í morgunn, það var fúlt! Kannski það hafi verið vegna þess að Hafnfirðingar eru klikkaðir og þeirra helsta tómstundargaman þessa dagana er að búa til ný HRINGTORG!! Þetta ætlar engan endi að taka, án gríns. Leiðin sem ég fer í vinnuna á morgnanna er lokuð í a.m.k. mánuð á meðan verið er að gera hringtorg á fáránlegum stað og svo á víst líklega að gera annað á sömu leið þegar þetta er tilbúið. Ég þyrfti að geta emailað eða faxað mig í vinnuna.......
ses
6.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
já guð hvað það væri mikil snilld að geta sent sig sem e-mail eða fax í vinnuna,, þessi tækni verður komin eftir nokkur ár,,bíðum bara ...
gleymdi að spyrja þig að einu,, hvað var svona fyndið á djamminu á laugardag, ertu þá að tala um bæklingalæknirinn....hmmm
Skrifa ummæli