Núna er mín alveg græn því hana langar í nýja íbúð :oÞ Ég asnaðist til að kíkja á fasteignasíðurnar í gærblaðinu og rakst á svona semi draumaeign... Og af því að ég sá hana þá þurfti ég auðvitað að asnast til að skoða meira! Það er ýmislegt í boði skal ég segja ykkur. En maður þarf líka að vera milli, ekki hálf-heimavinnandi húsmóðir sem starfar hinn helminginn hjá ríkinu! Svo þyrfti maður auðvitað að eiga þessar extra 5 millur sem fara í að gera íbúðina kalda og mínimalíska eins og á að gera í dag. Láta sérsmíða hvíta glansinnréttingu með engum höldum, kaupa allt í stáli og stein á gólfin. Toppa síðan allt saman með "hlýlegri" lýsingu frá Lumex ;o) Og já, marimekko og ákveðin týpa af kristalsljósakrónu. Ég var sem sagt að horfa á Völu vinkonu mína í gær. Hún fór að heimsækja 2 nýútskrifaða innanhúshönnuði með "frábærar" hugmyndir. Ef þau hafa lært eitthvað í náminu sínu þá er það a.m.k. ekki frumleg hugsun. Mér fannst þetta alveg flott hjá þeim en samt bara eins og þetta sé sama íbúðin og maður er búin að sjá 75 sinnum klónaða í innlit/útlit. Mér finnst skemmtilegra að geta fengið einhverjar nýjar hugmyndir en eina sem ég hugsaði þegar ég sé þetta er: úú ógisslega flott, en hvernig hafa þau efni á þessu? voru að koma úr námi erlendis og eiga 2 börn og allt..... En maður fer sem sagt kannski að hugsa sér til hreyfings á næstunni, enda er íbúðin að springa utan af okkur. En okkur líður samt ótrúlega vel þarna, frábær fyrsta íbúð.
Ketjsú leiter!
20.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég má einmitt ekki kíkja á fasteignasíðurnar... verð aleg kreisí ;O)
Skrifa ummæli