29.8.05

hæ hó
Komin frá úglandinu og hafði það wunderbar. Fengum rosa fínt veður, misstum okkur í búðum og drukkum bjór og hvítvín í lítravís, eins og skylda er þegar Íslendingur fer í úglandið ;o) Við vorum í bed&breakfast gistingu hjá gömlum krúttlegum hjónum sem gáfu okkur heimagerða sultu að skilnaði þegar við fórum! Bærinn sem við vorum í var frekar spes, svona aðal sumardvalarstaður eldri borgara í Evrópu held ég... Enda hljómaði aðallega fugladansinn út af börum bæjarins, fyrir utan einstaka stað þar sem þýskur müllari stóð með skemmtara og söng slagara á borð við "I did it mein way". En þetta var góð afslöppun og fjör í bland :o) Í þessum vinsæla eldri borgara bæ var til dæmis pyntingasafn þar sem gaf að líta ýmis pyntingatæki frá miðöldum og guuuuuuuð min góður hvað fólk var hugmyndaríkt!!!! Þetta fannst mér viðbjóðslegast, vonandi gubbið þið ekki!!!!! Fólk var sem sagt látið síga með óæðri endann niður á þennan fína "píramída".........


Hverjum datt þetta í hug? Svo voru líka í boði brjóstaklemmur úr járni sem voru hitaðar í eldi og notaðar til þess að TAKA BRJÓSTIN AF!!!!!!!!! Já eins gott að vera ekki að ibba gogg ef maður var kona á miðöldum.
En svona á léttari nótum þá voru líka teknar myndir af Brynhildi Evu og hún er alltaf jafn sæt og ekki eins skerí og þessi græja hér fyrir ofan. Er það nokkuð?

krúttkaka að borða kex

missti sig í búðum eins og mamman...

prinsessan í hallargarðinum

stuðbolti

lærði mannganginn í útlandinu ;o)

Hún sagði fyrsta orðið sitt í Þýskalandi (fyrir utan mamma og pabba og álíka tilraunastarfsemi..), hún sagði Lóa (við Dagnýju Lóu systur mína). Voða dugleg stelpa. Svo er hún að fara að byrja hjá dagmömmu á morgun og það er ekki laust við að mamman sé dauðskelkuð :oI
bæjó

3 ummæli:

Heiða sagði...

Velkomin heim :) Verðum að fara að hittast bráðlega með krúttin okkar!!!

Katrin sagði...

Willkommen zu Hause :) vibba píramídi... fékk bara ristilkrampa við að sjá myndina hehehe ;) Ég er sammála Sóley, mér finnst að Brynhildur eigi að læra MÍ nöfnin svo hún geti ávarpað okkur þegar við knúsum hana...

Nafnlaus sagði...

neih...ég er að treina hana..Næst mun hún segja Dagný Lóa Sighvatsdóttir:) og fulla kennitölu:D