29.3.05

Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt!

Þá er maður byrjaður að vinna. Það er ekki laust við að mér hafi þótt mánudagurinn 21. mars dáldið merkilegur dagur. Búin að næla í 1 stk háskólapróf og koma sér upp 1 stk barni og á leiðinni í vinnuna... og 1 stk barn á leið í pössun! Reyndar bara hjá Bryndísi, sem betur fer. Þetta gekk allt saman vel. Vinnan er skemmtileg og spennandi og Brynhildur Eva stendur sig vel í pössun. Mikið hefur maður gott af því að byrja að vinna! Þetta var bara komið út í rugl þetta heimavinnandi dæmi... Ég er núna alveg æst í að fara að gera e-ð á heimilinu, fyrir utan það hvað mig langar ógeðslega mikið að fara að kíkja svona létt á djammið! Fer að drífa í því.

Núna er mín e-ð að beila á Danmerkurævintýrinu... Það er búið að samþykkja að fara að kenna þetta í HÍ og stefnan er tekin á haustið 2006, þannig að ég er orðin spenntari fyrir því að bíða barasta eftir því. Það tekur mig þá styttri tíma en að fara út, þó ég þurfi að bíða í ár! Æ ég er svo heimakær e-ð, væri alveg til í að fara út í ca 2 ár en mér finnst 4-5 ár svo mikið!!

Við höfðum það bara gott um páskana og borðuðum ógeðslega gott Rís páskaegg :oP Núna er íbúðin komin í súkkulaði-sóttkví. Ekkert súkkulaði inn fyrir þessar dyr í bráð, það gæti ratað á óæskilega staði eins og td í munn húsfreyjunnar ;o) Skæruliðinn á heimilinu hafði hugsað sér að klára súkkulaðið í morgun en sem betur fer náði ég í skottið á henni! Ofnæmisgemsinn hefði ekki litið vel út eftir súkkulaðiát... Þannig að hún rúllaði sér bara að blómapottinum í staðinn og Kiddi rétt náði henni þegar hún var í þann veginn að stinga upp í sig vænu lófafylli af mold :oS hehehe svona er þetta nú orðið á heimilinu!

övar

2 ummæli:

Ester sagði...

jei komið kommentakerfi
vúhúúúúu´

Katrin sagði...

jibbí loksins fær maður einhverjar fréttir hehehe:) já og það verður djammað þegar ég kem heim, getur Bryndís ekki passað?? ;)