Jæja nú nenni ég kannski að blogga...
Maður er bara bissí að vinna og sinna heimilisstörfum á milli :oS Nei, ég er nú ekki dugleg að fara heim til mín eftir að ég byrjaði að vinna. Er oftast ekki komin heim fyrr en eftir kvöldmat.... Voða gott að vera bara boðin í mat og nenna ekkert heim til sín. Svo bara vaskar maður upp og þvær þvottinn um helgar ;o) Fínasta kerfi á þessu hjá okkur! Verst að núna eru öll fötin mín skítug og ég ekki heima að þvo. Mæti voða fín á mánudögum og svo fer þetta stigversnandi, hehe.Það er rosa fínt í vinnunni og alltaf brjálað að gera hjá mér. Er farin að vera með mína sjúklinga í þjálfun og svona og svo er ég að breyta, bæta, laga, þýða, ljósrita o.s.frv. Á morgun fer ég svo á námskeið. Þetta verður annað námskeiðið mitt hjá Félagi talkennara og talmeinafræðinga, ágætt að byrja að stunda þetta með góðum fyrirvara ;o) Ætli ég sé ekki litin hornauga þarna í þessu litla samfélagi, gellan sem er alltaf að troða sér...... Annars er hún með þetta hún Elín sem ég var að vinna hjá að rannsókninni og námskeiðið fjallar um gerð málsýna, sem ég lærði nú hjá henni á sínum tíma. En ég hlýt að geta lært þetta betur.
Nú hefur bumba bæst við. Hún Eyrún sem var með mér í HÍ á von á sér í september. Loksins þegar ég fer að komast til að kíkja aðeins út fer að þynnast verulega í djamm- félagahópnum hmmmm... Þið sem eftir eruð, ekkert fara að verða bomm fyrr en í haust!!
Núna er Brynhildur krúsíbolla með 2 tönnslur og er að verða svo mikill vargur að það hálfa væri yfirdrifið! Er búin að fatta að öskra og vera reið þegar hún er fúl og þá eru sko læti... En hún er yndisleg og skemmtileg og ógeðslega fyndin :oD Sérstaklega þegar hún skellir í góm og slammar á meðan, hehehe.
Ég skal lofa að hafa þetta ekki alltaf svona langt, bara núna því það er svo langt síðan síðast.
túrílú
Engin ummæli:
Skrifa ummæli