18.3.05

maður er bara að fara að vinna...

Já já. Ég byrja víst að vinna á mánudaginn samkvæmt nýjustu spám. Mér bauðst vinna hjá talmeinafræðingunum á Grensási og sló bara til. Verð að vinna frá 8-12 og Bryndís ætlar að passa Brynhildi. Kiddi mætir reyndar ekki fyrr en rétt fyrir 10 í sína vinnu þannig að þetta er bara brillíant eins og sumir segja ;o)

Annars er ósköp lítið af okkur að frétta. Brynhildur er búin að vera óratíma að taka fyrstu tönnina sína en mér heyrðist á skeiðaglamrinu í morgun að hún væri loksins komin upp! Svo brosir hún alltaf svo breitt þessi elska að það á eftir að skína í þessa litlu tönnslu í hvert sinn :o) Bara sætust. Svo er alltaf verið að kenna henni hitt og þetta þessa dagana, veifa, klappa og ég veit ekki hvað og hvað en litla greyið ruglar þessu bara öllu saman! Reynir að klappa þegar maður segir bless og svona, hehe. Svo heyrði hún okkur foreldrana vera að tala um að fara til Danmerkur með hana þannig að hún byrjaði strax að æfa sig í dönskunni og skrollandi kokhljóðs errr hljómar ansi oft í eyrum mínum, í bland við hæfilegan skammt af da da da!

Svo er auðvitað brjálað að gera hjá mér í félagslífinu, hef bara ekki undan... Náði samt að hitta mini mí á kaffihúsi í síðustu viku! Maður er allur að koma til og fer óðum að komast í að hitta fullorðið (?!) fólk á ný, hehehe. Hittumst á 101 og það var rosa fjör að vanda. Rifjuðum upp kellingarlegt sjalatímabil MÍ ásamt öðru álíka hressilegu. Röltum svo aðeins yfir á Hverfis og svo bara aðeins niður Laugarvegin í góða veðrinu. Fín leið til að eyða fimmtudagskvöldi.

au revoir

p.s. er alltaf að reyna að setja kommenta dótið inn en það ætlar ekki að takast.... arghhhh

Engin ummæli: