18.1.05

Jæja, þá eru bara 4 dagar þar til við förum út! Spurning um að fara að gera eitthvað af viti... Hélt ég þyrfti vegabréf fyrir lilluna en var svo sagt að ég mætti ráða því, ætti að duga að mæta með fæðingarvottorðið. Má maður ráða?! Svo bara sorrý ef manni er ekki hleypt úr landi í Köben eða? Þið vitið þá bara ef ég blogga ekkert fyrstu vikuna í febrúar þá er ég örugglega strandglópur í kóngsins Köben :o) Ég sem var farin að hlakka til að fara með snúllu í passamyndatöku!
Eins og sönnum Íslendingi sæmir hef ég grun um að ég muni missa mig í H&M, enda veitir ekki af að flikka upp á fataskápinn svona þegar skrokkurinn er aðeins búinn að jafna sig eftir að hafa blásið út árið 2004! Ég efast ekki um að ég finni eitthvað djúsí. Annars finnst mér ennþá að ákveðinn aðili geti alveg gefið mér ákveðnar gallabuxur ;o) híhí
Maður var bara bissí í síðustu viku við að hitta fólk... Kristrún var með saumó á þriðjudaginn, það var voða kósí. Aðeins of gott ostasalatið sem hún gerði!! Svo bauð Sigrún sænska okkur íslenskunördum til sín í hádegismat á miðvikudaginn. Þangað var mas Sunna Kristín Bishop mætt, alla leið from down under. Alltaf gaman að hitta þær, lá við að við enduðum í kvöldmat líka :o) Og talandi um íslenskunörda, á laugardaginn fórum við í hanastél til Elvu og Magga þar sem haldið var upp á tvöfalt afmæli, tvöfalda útskrift og sitt lítið af hverju. Það var mjög fínt, nóg af fólki en ég get ekki sagt að ég hafi þekkt marga.
Ætli það verði ekki nóg að gera í skemmtanalífinu árið 2005, ófá 25 ára afmælin sem boðið verður til! Við misstum að vísu af því fyrsta, hjá Steinari, en Guðrún Svava er næst. Hún á afmæli 21. jan þessi elska og ætlar að hafa eitthvað, sennilegra í rólegri kantinum því hún er á síðustu metrunum! Á að eiga 8. feb. Svo á Ómar afmæli núna í lok jan (man ekki dagsetninguna...) og Silja 10. feb. Spurning hvað þau ætla að gera, Silja?? Svo er Kiddi 28. feb, hugsa að við sláum bara saman í partý í sumar þegar Brynhildur er orðin aðeins stærri og getur kannski bara farið í pössun...

3 ummæli:

she sagði...

hmmm stórt er spurt.... er ég að verða 25 ??? Nei það stenst ekki ;/

Ester sagði...

jú, jú, ef guð lofar.... ;o)

Nafnlaus sagði...

Vó!!!!ég get ekki lesið síðuna þína Ester!! Stafirnir gegt small eikkað..!:S

Dagný litla stóra systir:D:D