Hér búálfur á bænum er....
Já svei mér þá það mætti halda að það væri hrekkjapúkabúálfur á heimilinu mínu sem tekur hluti og setur þá á fáránlega staði! Um daginn var ég uppi í rúmi, við Brynhildur vorum nývaknaðar og allt í einu fann ég ekki snuðið hennar. Ég leitaði og leitaði í rúminu, lyfti upp sænginni og koddanum og kíkti meðfram rúminu og upp við veggina... Jæja, ég gafst bara upp og hugsaði með mér að snuðið hefði bara gufað upp. Allt í einu lítur Kiddi á mig og tekur þá eftir snuðinu.... það var á öxlinni á mér, undir hlýranum á brjóstahaldaranum!! Skil ekki af hverju ég leitaði ekki þar in the first place?!!!
Svo í dag fann ég ekki annan vettlinginn minn þegar ég var að fara út en ég vissi alveg að þeir áttu að vera á vissum stað. Þannig að ég fór út með einn vettling... Þegar ég var að keyra í burtu tók ég eftir því að e-ð hékk neðan úr vagninum hennar Brynhildar sem stóð fyrir utan húsið. Var það ekki bara vettlingurinn minn! Hvað var hann að gera þarna??!
Annars erum við mæðgurnar ekkert smá hraustar, höfum ekkert látið pabbagemlinginn smita okkur af pestinni sem hann er búinn að fá tvisvar. En hann er allur að koma til. Brynhildur er líka orðin voða dugleg að fara að sofa á kvöldin og virðist e-ð vera á leiðinni að minnka næturbröltið, allt á góðri leið :o) Síðan eru bara 13 dagar þar til við förum út!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli