4.2.05

Brynhildur í Köben

Köben var ÆÐI! Við höfðum það svo gott hjá Arnari, Ástu og Loga Frey sem lóðsuðu okkur um og hjálpuðu okkur að komast í búðirnar ;o) Allt gekk eins og í sögu, Brynhildur Eva kann sko að vera í heimsókn! Var með það á hreinu að hún réði nú ekki öllu á þessum bæ eins og heima hjá sér og hagaði sér eftir því, eins og sönn dama. Hún var rosa góð í flugvélinni, spjallaði bara við fólkið í næstu sætum og hafði það gott. Og eins og sést á myndinni fannst henni fínt að skreppa í búðir, bara ef við kíktum líka í búðirnar sem hún vildi fara í! Svo fórum við í dýragarðinn en hún hafði nú lítið um það að segja... En okkur tókst að versla, borða flödebollur og bestu pizzu ever, drekka smá öl og hafa það eins næs og hægt er. Þetta var kærkomin tilbreyting í líf heimavinnandi húsmóðurinnar ;o)
Eftir heimkomuna erum við bara búin að vera að tjilla eins og maður segir. Fara í labbitúra með kerruna og heimsækja ömmu og afa. Á morgun er svo afmæli hjá Kristrúnu sem ég gleymdi í afmælisupptalningunni hér um daginn... *skammiskamm* sorrý Kristrún. Það verður örugglega rosa stuð.
En back to the birthdaycake!!! Brynhildur Eva er hálfsárs í dag og ég er í miðjum súkkulaðikökubakstri í tilefni dagsins. Góð afsökun fyrir súkkulaðiköku... ekki satt?? Annars er ég að fá 2 stórar bumbur í heimsókn sem hjálpa okkur væntanlega að borða þessa blessuðu köku. Já Þóra og Guðrún eru á leiðinni til okkar, brunch nr 1 í langri seríu barneignarleyfisbruncha :oP
Hæ hæ eins og þeir segja í DK

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með hálfsárs afmælisdaginn :O) hvernig væri að senda smá súkkulaðikökubita til Sverige...??? kv.Katy