Jæja nú fer fólk að týnast út í heim aftur eftir jólafrí. Sóley flaug út í dag og Katrín fer til Svíaveldis í vikunni, mér skilst hún hafi fengið stöðu sem hirðskáld (eða var það hirðfífl?) við sænsku hirðina... Eða kannski er hún bara að fara út til að tjilla með sænsku prinsessunum, þær eru nebblega næstum því jafnmiklar skvísur og Katy! Hún bauð okkur míslum einmitt til sín á miðvikudagskvöldið í köku og fleira góðgæti :oP Takk fyrir það.
Síðan átti Steinar hennar Katy afmæli á fimmtudaginn og hélt teiti í gær en við komumst ekki því Kiddi er aftur orðinn veikur :o( Vona að þau hafi geta skemmt sér án okkar, vildum ekkert eyðileggja kvöldið fyrir þeim eða neitt sko. Kiddi bara treysti sér alls ekki, hann var með hita og allt....
Talandi um það, þá finnst mér sá maður (eða kona..) sem fann upp uppþvottavélina vera merkilegasti maður (kona) í heiminum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Því uppvask er verkfæri djöfulsins og ein af hans lúmsku tilraunum til þess að steypa manninum til glötunar..... Kiddi er vanur að sjá um uppvaskið á heimilinu og hann höndlar það bara svo mikið betur en ég. En núna er hann löglega afsakaður, sem sagt veikur.
Í gær fór ég og náði í dvd mynd fyrir veika manninn til að horfa á og náði í myndbandablaðið í leiðinni. Framan á því er nýjasta mynd Tom Cruise, Collateral, og í þeirri mynd leikur hjartaknúsarinn sjálfur (var hann þaggi annars??) GRÁHÆRÐAN mann! Hvað er málið?! Var ekki hægt að fá eldri mann í þetta hlutverk? Mér finnst eins og ég sé að verða kelling þegar Tom Cruise er farinn að leika gráhærða menn! Æ, ég veit ekki.....
1 ummæli:
það var mjög gaman hjá okkur í gær ;O) leiðinlegt samt að þið komust ekki... Við enduðum í Garðastrætinu kl.7 í MORGUN!!! maður er greinilega ekki eins gamall og maður lítur út fyrir að vera!
En að öðru... undanfarið hefur mér verið líkt við Viktoríu svíaprinsessu þ.a. ég bjallaði í höllina og fæ geggjaðan pening fyrir að vera tvífari Viktoríu fram á vor hehehe :O)
Skrifa ummæli