23.9.02

Jæja, aftur mánudagur og helgin fór nú ekki mikið í lærdóm frekar en fyrri daginn :-/ Mín var að koma úr klippingu, sem var mjög nauðsynlegt eftir að hafa fyllst sjálfstrausts eftir að hafa fengið sér örlítið í litlu tána á laugardaginn... það er nú meira hvað maður breytist í snilling eftir nokkur glös! Í miðju fótboltastelpupartýi hjá sis læsti mín sig inni á klósetti með skæri og dundaði sér dágóða stund á meðan þúsund gelgjur biðu í röð fyrir utan og hömuðust á hurðinni! Aldrei fær maður frið ;) En nú er ég semsagt búin að fara í lagfæringu, sem mér fannst nú svosem ekkert takast mikið betur...

Engin ummæli: