19.9.02

Voðalega hefur maður eitthvað lítið að segja... Ég er nú bara að fara í vinnuna í Grafarvoginum og svo fer ég í sporthúsið þar sem mér finnst svo skemmtilegt að sprikla! Get samt ekki ákveðið hvort ég nenni í snilldar combat tímann, ég var eitthvað svo aum síðast... ekki mikil bardagakona í það skiptið :-/ En síðast hitti ég einmitt Sunnu fjörkálf og lofaði henni eiginlega að koma í dag.... Verst hvað ég þarf að keyra mikið í dag, ég gæti neyðst til að taka bensín, rúntur dagsins er: Stuðlaberg-HR(að sækja kærann í skólann)-HÍ-Spöngin (lengst í Grafarvogi)-HR-Ásvellir-Sporthúsið-Ásvellir-Stuðlaberg, VÁ næstum heill tankur í þetta!!!!!!!!!!

Engin ummæli: