16.8.07

Hvernig ferðamaður ert þú?
Nú er fólk að tínast til vinnu aftur eftir sumarfrí og margir hverjir að koma úr ferðalögum innan lands eða utan. Ég hef tekið eftir því á mínum vinnustað að þeir sem ferðuðust skiptast í tvo hópa (að minnsta kosti). Það eru þeir sem ferðuðust bara svona til að hafa gaman af, breyta til og gera eitthvað skemmtilegt (vera í fríi...) og það eru þeir sem ferðuðust til að fræðast. Ég hef ekkert á móti því að fræðast svolítið á meðan ég er í fríi, fara á söfn og kynnast nýrri menningu - en hausinn á mér er í svo miklu fríi á meðan að staðreyndirnar fara að mestu inn um annað og út um hitt. Þeir sem eru hins vegar gallharðar fræðisugur í sumarfríinu sínu koma heim með staðreyndirnar í pokahorninu fyrir okkur hin... Þannig að í matartímanum þessa dagana fær maður spurningar eins og: ja, eitthvað hlýtur þú að hafa SKOÐAÐ í Ameríku?! og: hvað var að sjá svona þegar þið voruð að keyra um...? á milli þess sem maður fær að heyra um rapisntravis sem kom til búggí búggí árið sautjánhundruðogsúrkál og settist að á tanganum sem maður gat séð bara beint af hótelsvölunum.... Ég ætti kannski að fara að hafa kveikt á on takkanum þegar ég er í fríi? Hvernig ferðamaður ert þú?

1 ummæli:

heidi sagði...

pooh, ég ferðaðist nú bara andskotans ekki neitt! en þegar ég ferðast þá tek ég alltaf fílófaxið mitt með mér og allar þær bækur sem ég finn sem tengjast

,,costa del sol"
,,24 hour party square"
og
,,allir bestu skemmtistaðir kaupmannahafnar"

ég kem alltaf uppfull af einhverju heim, hvort sem það er viska, vínandi nú eða velgja.. v-in þrjú, einar hjá umferðarráði (ertu samt búin að heyra í þeim gaur ester?)