Parketið á ganginum hjá mér skartar nú fögrum sanseruðum sólargljáa sem kallast á snyrtivörumáli Global Glow. Nýja fallega sólarpúðrið mitt sem ég fjárfesti í í Mac verslun í US and A datt í gólfið. Það er ekki einu sinni eins og ég hafi verið að nota það. Eða hafi notað það nokkurn tíma. Ég bara rak mig í það. Og þurrkaði það svo upp með hnénu á svörtu buxunum sem ég var að klæða mig í.
18.8.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli