hæ, hó, jibbíjei og jibbííí jei!!
17. júní nálgast og ég er hrædd um að ég verði barn í annað sinn. Við vorum á Spáni á þessum tíma í fyrra þannig að það má eiginlega segja að Brynhildur sé að upplifa 17. júní í fyrsta sinn. Dagskráin í Hafnarfirði er ekki af verri endanum (fyrir næstumþvíþriggjaára gríslinga...) en hún inniheldur spennandi tívolítæki, klassíska skrúðgöngu og hvorki meira né minna en bæði Karíus og Baktus OG Skoppu og Skrýtlu! Þykja þetta afar merkileg tíðindi á mínu heimili.
Annars styttist óðum í að haldið verði í víking til hins forboðna lands U-S and A og spennan magnast. Þó hef ég stórar áhyggjur af hitanum sem er næsta víst að verði þarna rétt á meðan við kíkjum við og sé fram á það að þurfa að eyða ómældum tíma á loftkældum stöðum, s.s. stórverslunum sem eru víst á hverju götuhorni þarna fyrir vestan...
1 ummæli:
æji svo var litla bara lasarus á sautjándann og stóra frænka bara manager over the tivoli tækjus!
hún fær þetta sko borgað fimmfallt til baka, þá skal ég sko eiga gott spjall við frú margréti gauju 17. júní haldara um að fá sollu stirðu og allt hennar krú til þess að syngja, BARA fyrir binnu.. nú svo mun að sjálfsögðu UHF hleypa henni fram fyrir í allar raðirnar í tækjunum ;)
Skrifa ummæli