gilli - gilli - gilli - gilli....
Fórum í yndislega útilegu í Þakgil um helgina. Fengum fínasta veður og skemmtum okkur vel í góðra vina hópi. Börnin í hópnum nutu lífsins í botn, ég held að svona útilegur séu ekki síður nauðsynlegar fyrir þau eins og fullorðna fólkið til þess að hlaða batteríin! Held barasta að ég skelli kannski inn nokkrum myndum við tækifæri.
3 ummæli:
Takk fyrir helgina :) Mikið ofsalega var nú gaman ;)
Vá hvað ég ætla pottþétt í gilli gilli á næsta djammi, hehehe
Dadadaradadada, ekkert smá fyndið að fylgjast með ykkur :-D
Svo er það bara sumó í júlí, er haggi? :)
Já, útilegur segirðu? Við erum búin að kaupa okkur tjald og skelltum því upp hérna úti í garði hjá okkur um helgina. Síðan er búið að rigna, rigna, rigna og rigna meira svo enn stendur tjaldið. Spurning hvort ég skelli ekki liðinu bara út í tjaldið og segi "Útilega!". Er það ekki annars þannig sem það virkar? ;)
þú þarft nú að fara lengra en í garðinn góða mín til þess að þetta virki ;)
Skrifa ummæli