16.5.07

dulbúin eggjahljóð?
Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig. Mér hefur alltaf verið hálf illa við ketti en þessa dagana kemst fátt annað að hjá mér en sætir litlir kettlingar. Ég er meira að segja búin að fara einu sinni að skoða nokkra sem voru tilbúnir til að fara frá mömmu sinni... Svo hefur Kiddi talað um að fá sér kött alveg síðan við fórum að búa saman. Hann sagði síðast í morgun að hann ætlaði nú bara að sækja einn í dag! Er þetta bilun eða hvað?

5 ummæli:

Tinna Eiríks sagði...

Bíddu, fyrir minna en mánuði síðan hryllti þig við tilhugsunni um kött þegar ég sagði að mig langaði í einn ;) Ég skal skipta við þig á kettinum og Brúsa ;)

Nafnlaus sagði...

það er einmitt það undarlega við þetta......

heidi sagði...

ok, þessi köttur er model, ekki að marka, kettir eru ógeð!

ég og bidda erum alveg sponk sponk yfir þessu

heidi sagði...

koma svo, blogga um danmörku, setja inn eitthvað skemmtó og svoleis, mér leiðist svo manstu??

Nafnlaus sagði...

Kettlingar eru næstum því það fallegasta í heimi fyrir utan afkvæmi manns sjálfs auðvitað...en hins vegar finnst mér lítið spennandi við að eiga fullvaxta kött - tala af reynslu...getur verið kósý að liggja upp í sófa og klappa malandi kettinum en þegar þú stendur upp, öll út í kattarhárum er þetta ekki eins notalegt...

Eins og það sé ekki nóg að redda pössun fyrir börnin ef maður bregður sér til útlanda...ég myndi alla vega ekki nenna að passa kött :)