Teknir í sátt
Ég sættist við unglinga í gær. Eyddi smá tíma í félagsmiðstöð og komst að því að þetta eru bara bestu grey. Þurfti reyndar að pína þau aðeins og leggja fyrir þau próf og á meðan á því stóð þurfti ég virkilega að passa mig að halda andliti. Ekki af því að þau voru fyndin eða léleg eða neitt þannig, heldur vegna þess að ég var alltaf að syngja með tónlistinni... Slagarar eins og 'Barbie girl' og gömul lög með Spice girls fengu mig til þess að hreyfa varirna og ef ég hefði staðið hefði ég örugglega dillað rassinum líka! Ji, ég veit ekki hvað kom yfir mig ;)
Annars styttist óðum í það að einkadóttir mín verði unglingur. Eða þannig sko.. Hún er a.m.k. komin í stórubarnarúm og nánast hætt með bleyju. Hún er líka hætt að vera með ofnæmi. Heppin. Í tilefni að því verður grjónagrautur úr beljumjólk í kvöldmatinn. Namm.
2 ummæli:
Til lukku með ofnæmisleysið!
Og unglingar... ég hef alltaf verið svolítið hrædd við þá. Trúlega eru þetta fordómar. En ég er sannfærð um að unglingar hafa margt að segja. Þeir hafa skoðanir á hinum ýmsu málum þó þeir láti kannski ekkert alltof mikið á því bera. Kannski er sökin okkar fullorðna fólksins, við hlustum ekkert of vel á þau, greyin!
já og þess má geta að við borðuðum öll grjónagraut í gær og engin af okkur var með bleiju á meðan.
Skrifa ummæli