Próf í fyrramálið og ég sit hér með rauðvín í glasi.. er það málið eða? Jú, ég held það bara. Hef í þokkabót sterkan grun um að ég hafi unnið rauðvínspottinn í vinnunni. Jíhaaa!! Hef svo sem ekkert annað að segja. Eða jú, mér finnst glatað að í áfanganum sem ég er í þýðir einkunnin 0 sama og staðist. Svo getur maður fengið plús ef verkefnin eru extra, extra vel unnin og eitthvað. Gallinn er bara sá að þó að maður viti alveg af þessu þá fær maður áfall þegar maður sér (og mistúlkar) að maður sé að fá 0 fyrir verkefni sem tók alveg heila viku að vinna. Þarna er maður sko tekinn á sálfræðinni..........
10.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kannast aðeins við svona einkunnadæmi. Frekar skrýtið að standast ekki með fimmu og geta fengið 13! Furðulegur heimur þessir háskólar!
Skrifa ummæli