Kúkur
Það sagði mér enginn að kúkogpiss húmorinn byrjaði um tveggja ára aldurinn! Þetta kom algjörlega aftan að mér. Við mæðgurnar vorum að sækja Kidda í vinnuna um daginn þegar Brynhildur segir allt í einu: pabbi kúkur! Ég alveg neeeeiiiiiiii...... En henni var ekki haggað. Pabbi heitir kúkur kom svo næst og þvílíkur *égerógeðslegafyndin* svipur fylgdi í kjölfarið. Svo í morgun sátum við öll í eldhúsinu og vorum að borða morgunmat og ég og Kiddi vorum að tala um e-ð voða fyndið og hlægja og Brynhildur var auðvitað ekki sátt við að við værum ekki að hlægja að henni. Þá heyrist allt í einu frá henni: híhí pabbi kúkur! og svo horfði hún á okkur til skiptis og beið eftir að við myndum hlægja. Úff hvað við þurftum bæði að bíta í tunguna á okkur til að spriiiiiiiinga ekki úr hlátri!
5 ummæli:
Snillingur hún frænka mín... dáist samt að ykkur að hafa ekki tryllst úr hlátri. Ég hefði ekki getað haldið aftur af mér :)
mér fannst þetta nú alveg grátbroslegt ... að hún kalli mig kúk hahahah
leikskólinn alveg að kicka inn á fullu!
húmoristi eins og foreldrarnir hehe ;)
hahahahahahahahaha ;´-D
Það er ótrúlegt hvað leikskólinn hefur mikil áhrif! Vá hvað ég hefði sprungið úr hlátri!
Ég hef alltf vitað að hún Brynhildur Eva yrði HÚMORISTI!!! ;)
p.s. bið að heilsa kúknum!
Skrifa ummæli