Ef einhver ykkar sá síðasta þátt af King of Queens þá vitiði hvað ég var að upplifa. Ég er ekki fædd til að dansa og á langt í land með að tileinka mér sporin, taktinn og fílinginn!! En ég veit það að minnsta kosti og hef ágætis húmor fyrir því. Hefði alveg verið til í að hafa falda myndavél í danstímanum sem ég var að koma úr. Úff, mjaðmahnykkir og bróstaskak - ekki alveg mín deild. En þetta var gaman.
*
Ég er ein af þeim sem er búin að bíða spennt eftir nýju seríunni af Gray's anatomy og horfði á hann um leið og hann kom í hús í gær. Hann var fínn, ég hef það reyndar á tilfinningunni að það bíði mín klisjukennd og fyrirsjáanleg formúla en það dugar alveg að sú formúla verði skreytt með smá tvisti og basti og þá er ég sátt.*
2ja ára barnið mitt er so in love að það hálfa væri nóg! Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið sjálf svona rosalega flissandi yfir hinu kyninu, ó mæ ó mæ. Það er sko strákur á deildinni hennar á leikskólanum sem hún hittir líka í íþróttaskólanum og þar er hann sko knúsaður í kaf þegar hann mætir og eftir það snýst allt um hann. Hún hleypur á eftir honum flissandi allt sem hann fer og kallar nafnið hans...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli