16.8.06


Stofufangelsi
Ég var í stofufangelsi í gær. Þetta var svona 'house arrest' dæmi. Eða ekki. Ég og Brynhildur vorum einar heima í gærkvöldi, Brynhildur sofnuð og ég ætlaði út með ruslið. Var þá ekki bara hurðaopnarinn dottinn af og týndur og hurðin læst. Ekki séns að opna innan frá. Hmmmm... Frekar furðulegt móment. Skrítin tilfinning að vera læstur inni í eigin húsi. Svo þegar Kiddi kom heim rétti ég honum lykla út um gluggann og hann opnaði. Og tók úr lás. Við höfum ekki enn fundið opnarann en Kiddi fann skrúfjárn sem passaði í lásinn og við gátum sofið róleg með læsta hurð í nótt og komumst út í morgun.
*
Ég er orðin langþreytt og mygluð *kvartogkvein*. Ég kenni honum Magna rokk alfarið um þessa langþreytu mína því það er jú eðlilegt að vaka aðeins lengur um helgar, en þegar maður er farinn að vaka aaaaðeins lengur á virkum dögum líka...... Þá fer maður að þreytast. Skamm, Magni! Ég hífði sjálfa mig þó upp á %#ssahárunum í gær og sleppti því að horfa á þáttinn. Horfi bara á hann í kvöld. Ahh hvað það er gott að kenna öðrum um þegar maður veit upp á sig sökina ;o) Ég get þó viðurkennt að samsærismaður Magna í missjoninu 'gerumestersvefnlausa' er dr. mcdreamie. A.k.a. dr. shepard, a.k.a. ógeðslega fine lækniriririnn í Grey's anatomy sem ég er með í tölvunni og ég vaki of lengi yfir því ég þarf alltaf að horfa á næsta og næsta og næsta.....
Þessi má nú alveg halda fyrir mér vöku anytime! En audda bara í sjónvarpinu, hmmhaa.... :oÞ

9 ummæli:

Heiða sagði...

Know what u mean sister ;) hehe
Ég kláraði seríu 1 og 2 á Grey´s anatomy á mettíma... :)

Nafnlaus sagði...

...þá finnst mér nú Magni miklu myndarlegri :) iiiii...

Nafnlaus sagði...

þú og þessi magni smagni.... :Þ

Nafnlaus sagði...

já bara í sjónvarpinu segi ég, ekkki meira.

Nafnlaus sagði...

VÁ!! ESTER ÞÚ BJARGAÐUR MÉR!!!

ég er búin að vera bara bla bla bla af hverju er ég alltaf svona þreytt hvað er í gangi.. en það er ákkurat þetta.. ég sofna vanalegast svo snemma á þri-kvöldum til þess að hlaða batteríin fyrir komandi helgi og ég er búin að vera svo fáránlega þreytt alveg síðust vikur...

ÞAÐ ER MAGNI!! THAT´S IT..

gott að vera samt loksins komin með closure á þetta.. úff!

Nafnlaus sagði...

Jiiii hvað hann er hot á þessari mynd!!! Ég er alveg sammála Dr. McDreamy er æðipæði, sleeeeeef ;-)

Nafnlaus sagði...

róleg hvað þetta er heitur gaur!!! shet.... ég veit líka um gaur sem elskar Magna... hahahah ;)

Addý Guðjóns sagði...

Já, ég held þeir séu bara báðir hottie, gæinn á myndinni og Magni! ;)
Get reyndar ekki horft á þetta hérna úti (þyrfti að vaka lengi frameftir ef ég ætlaði að sjá þetta beint) svo ég læt mér heimasíðu þáttarins nægja. Grey's er aftur á skikkanlegum tíma, en þá er maður að koma í bólið og ganga frá og vesenast eitthvað... O

Addý Guðjóns sagði...

Ég hef svosem ekki hugmynd um hvers vegna ég var að deila þessu með heimilisstörfin, en... ;) Bið allavega að heilsa öllum þarna heima.