23.8.06

...
Ég er raddlaus núna. Eflaust eru margir bara fegnir og það er allt gott og blessað. Mér finnst líka ágætt að þegja stundum en það er verst hvað það er ógeðslega erfitt ef maður þarf virkilega að tala. Og maður þarf oft að tala ef maður er með 2ja ára barn í kringum sig! En ég er raddlaus og hvísla þá bara. Og 2ja ára barnið hvíslar á móti. Sem er gott. Ég ætlaði að kenna Magna rokk um raddleysið eins og þreytuna þar sem ég er búin að vera að hlusta á lögin úr þáttunum og syngja með... En ég fór til læknis sem sannfærði mig um að ég gæti nú ekki kennt honum um allt :oÞ

Engin ummæli: