...sangría og sjór...
Þá er sumarfrí #1 búið. Því var eytt á Spáni í góðu yfirlæti. Heimsótti Sóleyju í Barcelona og var svo bara að njóta lífsins. Takk Sóley og Edu fyrir frábærar móttökur :o) Núna er ég komin í vinnuna aftur. Sumarfríi #2 verður svo eytt á Íslandi, eins gott að það verði Spánarveður!
Síðast þegar ég fór í sumarfrí á sólarströnd kom 'suðurlansskjálftinn' ógurlegi (2000) en núna gerðust mun merkilegri atburðir! Frumburður Silju og Kristjáns kom í heiminn þann 9. júní og Katrín og Steinar giftu sig þann 17. Til hamingju öll, kossar og knúsí knús. Þessir atburðir voru að vísu öllu meira planaðir er jarðskjálftinn, en það er önnur saga...
En ég virðist hafa tekið sólina með mér frá Spáni, það rigndi víst allan tímann meðan ég var úti en núna eru varla ský á lofti! Eins gott að það haldist því við fjölskyldan erum sko ekki komin með nóg af ferðalögum og ætlum í tjald um helgina. Þá má sko ekki rigna.
1 ummæli:
Velkomin heim í sólina...ég ætla reyndar að taka hana með mér austur eftir helgi, passið ykkur bara að nota hana vel um helgina fyrir norðan!
Skrifa ummæli