Það var einu sinni kona sem spilaði á gítar fyrir mig og söng með mér inn á segulband. Það var einu sinni kona sem yddaði með mér vaxliti og straujaði svo úr þeim listaverk á pappír. Ég tengi alltaf við hana ‘ástkæra fósturmold’ því hún var í kór og þetta var í lagi sem hún var að syngja og mig langaði til að kunna. Einu sinni var amma mín og hún hefði orðið 75 ára í dag. Blessuð sé minning hennar.
30.5.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli