21.3.06

Hvaða banki (sem nýlega skipti um nafn...) auglýsir sig með þessum orðum?
"Velgengni er... að lifa hratt, velgengni er... að eiga jeppa... osfrv."
Úff og ó mæ god, ég fékk netta velgju þegar ég horfði á auglýsinguna og þakkaði mínum sæla fyrir að vera ekki í viðskiptum við þennan banka.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þessi nafnabreyting svo hallærisleg að það hálfa væri nóg...Það er glatað fyrir útlendinga að bera fram Glitnir...

En varðandi þetta - það kemur líka í auglýsingunni að velgengni sé að eiga litla íbúð o.s.frv. Tilgangurinn er að sýna hvað fólk telur velgengni vera - þ.e. misjafnar skoðanir fólks. Bankinn sinnir svo öllum óháð skoðunum þeirra um velgengni...mér fannst þetta svolítið sniðugt nefnilega.

Ester sagði...

ó, ókei. ég hef greinilega ekki verið að fylgjast vel með... heyrði bara þetta slæma! hehe, svona er maður ;o)

she sagði...

Ég er engan veginn sátt við þessa nafnabreytingu...

Katrin sagði...

Mér finnst þetta flott nafn, sérstaklega þegar sagan á bak við það er skoðuð. Þá hljómar það miklu betur en t.d. "Kaupþing banki" eða "Sparisjóður Vélstjóra" ;)

Elva Dögg sagði...

ég tók líka eftir þessu velgengni er að lifa hratt og tengdi það við verðbréfamiðlara á kafi í kókaíini. fannst það frekar óspennandi. og aumingja ég er einmitt viðskiptavinur í þessum banka ...

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg sammála þér Ester, mér finnast þessar auglýsingar algert ógeð. Fæ bara þvílíkan bjánahroll í hvert skipti sem þær birtast á skjánum, þetta er allt eitthvað svo amerískt og væmið. Jukk!