24.3.06

Varðandi síðustu færslu þá viðurkenni ég alveg að ég fylgdist ekki nógu vel með og misskildi þar af leiðandi kannski auglýsinguna pínulítið. Enda hlaut það að vera. Boðskapurinn sem ég túlkaði var ekki eðlilegur. En það sem ég uppgötvaði fremur en annað þegar ég fór að pæla í þessu aðeins var það að auglýsingar mega bara alls ekkert vera svona. Þetta ER dæmi um slæma auglýsingu. Ég er viss um það að langstærstur hluti fólks horfir á auglýsingar með öðru auganu og er þar af leiðandi ekki að hlaða inn hverju einasta smáatriði. Heldur er það að hlaða inn því sem vekur mesta athygli hjá því. Auglýsingar mega ekki orka tvímælis eins og þessi gerir. Eða hvað finnst ykkur?
Góða helgi kæru vinir :o)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg sammála. Það er bara orðið allt of mikið um auglýsingar þar sem hugsað er meira um að hafa umgjörðina flotta og láta allt virka dýrt og eftirsóknarvert frekar en að virkilega reyna að auglýsa vöruna almennilega.

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr! Tak fyrir sidst :)

Nafnlaus sagði...

myndir af sætasta barninu hjá mér.. ;)