Lögmál móður og barns nr. 1
Ef móðirin hefur ákveðið að í dag skuli tekið til hendinni hefur barnið án undantekninga tekið þá ákvörðun á sömu stundu að deginum skuli eyða í vondu skapi, helst hangandi í pilsfaldi móðurinnar. Þessa ákvörðun tekur barnið nánast án undantekninga í hvert sinn sem móðirin hefur ákveðið að eitthvað annað skuli gert en að leika við barnið án hléa... Til að komast hjá leiðindum má reyna ýmsar leiðir þó svo að enga töfralausn sé að finna. Til dæmis má bjóða barninu að horfa á barnaefni, lesa bækur, lita, borða ber eða ávexti eða jafnvel leika með kubba eða dúkkur.
Varúð! Barnið gæti sjálft tekið upp á að hafa ofan af fyrir sér (til dæmis með því að flengja móðurina á meðan hún beygir sig til að skrúbba bað eða salerni) en það þýðir ekki að björninn sé unninn!
4 ummæli:
MÚÚÚÚHAHAHAHAHA... Brynka litla er snillingur :O)
Sérstaklega þegar hún tók af mér innkaupapokann um daginn usss... er enn að hlægja... hehehe!
já svona er að koma með kex með sér ... mætti halda að hún fengi aldrei kex barnið.
hahaha.. mér finnst hún fyndinn.. þú verður bara finna vin fyrir hana leika meðan skrúbbað er klóstið
soley
Hehehe... bíddu bara þangað til hún fer að reyna að hjálpa þér við þrifin og þú kemur að henni hálfri ofan í klósettskálinni!
Skrifa ummæli