Einbýlishúsalífinu lokið...
...í bili að minnsta kosti. Já, fyrstu vikuna í Einiberginu vorum við ein í húsinu litla fjöskyldan því enginn var fluttur í risið. Eina vika lífs míns þar sem ég hef búið í einbýli... hmmm. Eftir slétta viku var flutningabíll mættur á svæðið með búslóð og aðra litla fjölskyldu í húsið. Í gærkvöldi hlustuðum við svo á teknótónlist þeim til samlætis. Þau geyma líka stútfulla öskubakkann sinn við útihurðina ásamt nokkrum kössum eftir flutningana. Já.
Að öðru leiti er lífið á nýja staðnum ljúft. Mér finnst frábært að vera komin aftur 'heim' í gamla hverfið mitt. Við mæðgurnar höfum ekki verið svona duglegar að fara út að labba í langan tíma. Hugsaði einmitt í einum göngutúrnum að maður hlyti nú að brenna nokkrum kalóríum meira en áður með þessum göngutúrum. Fattaði svo að oftar en ekki komum við við hjá ömmu sem lumar alltaf á einhverju góðgæti... Þar fór það. En það kemur sér vel að hafa stórfjölskylduna í göngufæri. Sérstaklega þegar maður læsir sig úti eins og í dag. Já, það viðrar ekkert sérlega vel til göngutúra í dag. En út fórum við samt og komumst svo ekki inn aftur. Svo situr maður bara hérna í blautum gallabuxum og með kaldar tásur...
Að öðru leiti er lífið á nýja staðnum ljúft. Mér finnst frábært að vera komin aftur 'heim' í gamla hverfið mitt. Við mæðgurnar höfum ekki verið svona duglegar að fara út að labba í langan tíma. Hugsaði einmitt í einum göngutúrnum að maður hlyti nú að brenna nokkrum kalóríum meira en áður með þessum göngutúrum. Fattaði svo að oftar en ekki komum við við hjá ömmu sem lumar alltaf á einhverju góðgæti... Þar fór það. En það kemur sér vel að hafa stórfjölskylduna í göngufæri. Sérstaklega þegar maður læsir sig úti eins og í dag. Já, það viðrar ekkert sérlega vel til göngutúra í dag. En út fórum við samt og komumst svo ekki inn aftur. Svo situr maður bara hérna í blautum gallabuxum og með kaldar tásur...
3 ummæli:
heimurinn er lítill... bróðir hennar mömmu átti heima í risinu fyrir ofan ykkur fyrir nokkrum árum! Og ég fattaði ekki neitt þegar ég var þarna í gær hehehe ;)
Hvaða, hvaða. Nú geturðu þó borðað gúmmelaðið hennar ömmu með góðri samvisku! Flott hjá þér.
hey men.....vildi bara segja eitthvað eftir að hafa lesið bloggið..ekki oft sem ég kem við á þessari síðu en flott blogg engu að síður, kannski maður komi oftar..haaaaaaaa
Skrifa ummæli