2.1.06

Gleðilegt ár kæru vinir
Jólin voru indæl að vanda. Fyndið hvað jólin eru allt öðruvísi þegar maður er kominn með barn. Á góðan hátt samt, ekki misskilja. Brynhildur Eva var ekkert sérlega spennt fyrir pökkunum, þeir féllu í skuggan á súkkulaðinu sem hún komst í rétt fyrir pakkaflóðið. Lítil dúkka með pela og snuð kom samt sterk inn og bjargaði kvöldinu frá of miklu relli ;o) Litla snúsin tók síðan upp á því að ná sér í pest strax eftir jólin. Brynhildur Eva hefur aldrei áður verið lasin og hjá henni dugar sko engin smá pest. Þegar kominn var 5. dagur með háan hita var brunað til læknis. Gamlársdagur endaði á Barnaspítalanum þar sem hún reyndist vera með lungnabólgu... Komumst þó heim fyrir kvöldmat með sýklalyf í annarri og lasarusinn í hinni. Hún var ótrúlega fljót að taka við sér og er núna hitalaus og hress. Henni er samt enn hálf illa við mömmuna sína þar sem ég var víst sú sem hélt á henni hjá læknunum og þannig. Pabbinn er sem sagt í náðinni núna :o)
Það er ýmislegt framundan á árinu og það er gaman. Næst á dagskrá eru flutningarnir, víííííííííí!!!!!

3 ummæli:

Katrin sagði...

greyið litla Brynhildur... vona að hún jafni sig fljótt. En ég hlakka til flutninga og ef þig vantar búkonuarma til að bera kassa then call me ;)

Nafnlaus sagði...

æ, takk :o) gætir jafnvel átt von á símtali! eheh

Nafnlaus sagði...

...oh gaman gaman að flytja...yes!