30.12.05


Að vera eða ekki vera... svín?
Á vorönninni, fyrsta árið í háskólanum, heimspekileg forspjallsvísindi. Ó, já. Við íslensku skvísurnar vorum ekki alveg að fitta inn í hópinn. Og þegar kennarinn bað þá um að rétta upp hönd sem vildu vera hamingjusöm svín vorum við þær einu sem réttu upp hönd. Frekar leim þegar við föttuðum það. En við stóðum þó fastar á okkar. Það hlaut að vera betra að vera bara áhyggjulaust hamingjusamt svín veltandi sér upp úr drullu allan daginn en að vera óhamingjusamur maður... Okkur fannst þetta svo augljóst. En það var jafn augljóst fyrir alla hina að það væri mikið gáfulegra að vera óhamingjusamur maður. Við sögðum svo sem ekkert mikið meira þessa önn.
*
Þessi er nú barasta oggu pínu sætur...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...stend enn föst á mínu...svín it is!