Gleðilega vinnuviku
Ég átti yndislega góða helgi. Segja má að hún hafi hafist á fimmtudagskvöldið í matarboði hjá Katrínu þar sem við snæddum raclett. Það sem á eftir kom var:
- svefn yfir lélegri grínmynd
- Laugavegsrölt litlu fjölskyldunnar með tilheyrandi jólagjafakaupum og búðarölti
- spilakvöld + vont rauðvín + skemmdur ostur + góðar heimabakaðar smákökur
- ég vann í spilinu :o)
- heiðarleg tilraun til sundferðar með yngsta fjölskyldumeðliminn.... endaði ekki vel
- nýtt barn skoðað - hinn stóri og stæðilegi, tveggja mánaða gamli Loftur Þór Arnarsson
- Kiddi var smitten...
- notalegt kvöld heima, ekkert sjónvarp, engin tölva, engin ljós nema kertaljós og aðventuljós og ég uppí sófa með teppi og bók (hefur ekki gerst mjöööög lengi)
Svo er alltaf verið að klukka mig. Ég geri klukkblogg við tækifæri.
3 ummæli:
ok ég glötuð en hvað þýðir smitten? er það kannski smitaður... ;)
það er víst .. ég var ekki að skilja þetta sjálfur fyrst. Svona er að búa með ísl.fræðingi .. maður lærir ný orð á hverjum degi!
já þetta er mjööög íslenskt.... sorrý að ég skuli hafa valdið ykkur vandræðum ;o)
Skrifa ummæli